14.12.2010 | 12:44
HVÍLDIN ER GÓÐ
Hvað haldi þið að hafi svo gerst. Ég hef einhverra hluta vegna getað látið það eftir mér að leggja mig á sunnudögum, milli sex og sjö, eða rétt fyrir matinn og sofna svo eins og engill á háttatíma.
Þessi lúr á sunnudögum hefur orðið mér slík nautn og blessun að fátt jafnast á við hann. Þeir fáu sem ég trúi fyrir þessu, kunna skýringuna, ellimörk. Já má ég þá bara biðja um ellimörk, takk, ég vil hafa minn sunnudagslúr.
Nú nálgast áramót, tími góðra fyrirheita og bætt lífernis. Mörg þessara áheita snúast um aukakíló, meiri hreyfingu, minna át, en fáa hef ég hitt, sem ætlar að hvíla sig meira. Til að hreyfa sig meira vantar tíma, gæti það verið að þessi tími sé tekin frá hvíldinni. Við reynum að vakna fyrr, eða förum seinna að hátta, allt í anda holls og góðs lífernis og hvatningar um aukna hreyfingu. Fyrir marga er það eina leiðin að vakna 1-2 tímum fyrir á morgnana og í ræktina. Þetta verður fínt, ég get sofið nóg og hvílt mig í kirkjugarðinum, segja menn fyrstu dagana í átakinu mikla.
Venjulegur maður þarf að sofa 7-8 tíma á sólahring ( + einn á sunnudögum ) til að halda heilsu og kröftum. Hreyfing er góð og nauðsynleg, en munum að það er hvíldin einnig. Ef ég get aðeins hreyft mig meira á kostnað hvíldarinnar er illa komið.
Vissir þú að eftir allt púlið er það í hvíld sem vöðvauppbyggingin fer fram. Þú verður hrikalegur(leg ) á meðan þú sefur.
Árangur við aukakílóin eða aðra óáran, snýst um breytt líferni, breyttar áherslur. Þar má ekki gleyma hvíldinni, svefninum, þessu dásamlega fyrirbrigði mannsins, sem réttir af alla vitleysuna, nærir okkur og styrkir til nýrra átaka í lífinu.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn bloggvinur. Gaman að lesa pislana þína.
Kveðja úr Stafneshverfi.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.12.2010 kl. 08:47
Sammála þessu pabbi minn, það gerist margt gott í hvíldinni. Held að yfirhöfuð mætti fólk hvíla sig meira. Það er eins og það sé einhver skömm að því að hvíla sig af og til, að það sé merki um leti eða jafnvel metnaðarleysi. Jógarnir hafa talað um að 20 mín power-nap jafnist á við nokkurra klukkutíma svefn, þeir segja að maður eigi að lúra í 20 mín á dag til að halda uppi orkunni
Kolbrún Vala Jónsdóttir, 19.12.2010 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.