11.12.2010 | 14:35
Mæti keikur í ræktina.
Ég er í reynd mjög stoltur af þessu unga fólki, það leggur mikið á sig við að halda sér í formi, það er frjálslegt og glatt og enginn amast við mér kallinum. Ég held næstum því að það hafi gaman af þessu brölti í mér og mér finnst ég vera einn af hópnum. Ég æfi stundum með krökkunum mínum og þau segja mér af því að kunningjar þeirra segi, ert þú að æfa með pabba þínum, vá, það væri nú eitthvað nýtt ef pabbi minn kæmi með mér. Þetta kitlar að sjálfsögðu mína hégómagirnd, ég í ræktinni, á meðan aðrir liggja í sófanum.
Reyndar held ég að þetta sé allt að breytast, aukin hreyfing á vaxandi fylgi að fagna, aðeins að finna það form sem manni hentar. Gönguferðir, hjólreiðar, sund allt er þetta af hinu góða, aðeins að það veiti þá ánægju sem þarf til að viðhalda áhuga og ástundun. Að vera í hóp með öðrum hentar sumum vel, fá þannig stuðning og félagsskap sem marga vantar. Aðrir eru meira fyrir sig og njóta þess að vera einir með sjálfum sér.
Ég held að það sé best að borða minna en meira, og alveg örugglega allra best að borða mátulega. Að ég geri þetta að umtalsefni, er að á okkur dynur sífeldur áróður um að borða meira. Það á að koma sem mestu ofaní okkur með illu eða góðu, við erum aligæsir, matvælaframleiðenda. Flestir vita nokkurn vegin hvað er hollt og hvað er óhollt, en sannleikurinn er sá, að sálfræðihernaður söluaðila hefur náð því stigi, að eitthvað verður undan að láta. Eigum við t.d. að taka upp svipaðar merkingar á hvítum sykri, eins og á tóbaki ?
Góð heilsa er gulli betri, þegar maður er ungur, veit maður ekki hvað þetta þýðir. Sumir uppgötva þessi sannindi of seint. Hver og einn þarf því að taka ábyrgð á sjálfum sér, okkar er valið.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafandi hlustað á fyrirlestra Þráins Hafsteinssonar um mikilvægi reglulegar hreyfingar er mér löngu ljóst að þeir sem hreyfa sig þrisvar sinnum eða oftar eldast betur og halda sér betur í formi. Þetta á ekki síður um andlega heilsu en líkamlega.
Nú ætla ég að taka mig á. Hef hreyft mig 2 sinnum í viku síðustu mánuðina, nú fer ég upp í 4 skipti og eftir nokkra mánuði gæti ég litið eins flottur út og þú.
Sigurður Þorsteinsson, 12.12.2010 kl. 08:54
Takk fyrir þessi orð. Þetta er ánægjulegt að heyra, enda komin tími áramótaheita. Á miðju næsta ári sé ég þig fyrir mér, hrikalegan og það þýði lítið að vera að abbast eitthvað upp á Sigga Þorsteins !
Jón Atli Kristjánsson, 14.12.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.