Við förum í stríð við „ grænlendinga „ ?

Lítil dæmisaga: Við gefum okkur að hagkerfið sé í samdrætti og hagvöxtur sé lítill eða enginn. Atvinnuleysi er mikið, kaupmáttur minnkar milli ára, og þjóðarframleiðsla dregst saman eða er í besta falli á núlli.

Við stjórnum þessu landi. Við ákveðum að fara í stríð við nágranna okkar, grænlendinga,  löngu tímabært.

Við leigjum okkur hermenn, það þarf að kaupa allan búnað, tæki og mat til að vinna stríðið.  Feitir samningar eru gerðir um öll þessi aðföng. Nóg er að gera í fyrirtækjunum og þau þurfa að ráða mannskap og kaupa hráefni til að framleiða umbeðnar vörur. Ef þetta á að vera alvöru stríð þarf mikið af búnaði, bíla og báta og allar verkfærar hendur fá vinnu.  Atvinnuleysi hverfur, það þarf jafnvel nýtt fólk, sem er flutt inn, þetta fólk þarf húsnæði. Hagkerfið er komið á fulla ferð, bjartsýni ríkir vinna er tryggð og nú er tími til að kaupa og láta eitthvað eftir sér.

Öll þessi umsvif, þurrka sem sé  út allt atvinnuleysi, það vantar húsnæði, þeir sem vilja geta unnið eins og þeir geta. Okkur er borgið, efnahagsvandinn hefur verið leystur, guð sé lof að vitibornir menn stjórna þessu landi.

Nú er þetta smá hagfræðiæfing, sem fjallar um það hvernig ríki - ríkisstjórn getur unnið.  Á síðust öld var þetta módel oft notað, glöggir lesendur þessa bloggs, kunna þá sögu eins vel og ég.  Hefur reynst stórveldunum hagnýtt tæki, og Þýskaland nasismans glöggt dæmi.

Töku eitt dæmi enn.  Pörupilturinn sem braut rúðu í Hagkaupum.

Hann kastaði steini í stóra rúði og hún fór alveg í spón. Hagkaup varð að kaupa nýja rúðu, það varð að taka þá gömlu úr og setja þá nýju í staðin.  Kranabílar og mannskapur.

Þetta var mikill búhnykkur fyrir glerframleiðandann, unnin var eftirvinna og allir í fyrirtækinu græddu á þessu. Fyrirtækið og starfsmenn höfðu nú meiri peninga. Þeir gátu nú keypt, nýja hluti, þessir peningar  flutu um hagkerfið og sköpuðu aukin umsvif hvarvetna.  Hafði pörupilturinn mögulega bjargað þjóðinni ?

Spurningin í þessum dæmum er, getur ríkið skapað atvinnu, á krepputímum t.d. með því að prenta peninga, leggja á nýja skatta.  Færa þannig til fjármuni og auka umsvifin í hagkerfinu og er ekki ríkið í dag mögulega að nota þessa aðferð að einhverju leiti. 

Svarið er reyndar að ekki er um raunverulega aukningu að ræða og í dæminu um rúðuna hefur Hagkaup minni peninga til ráðstöfunar.  Hvað hefðu þeir gert við þessa peninga ef þeir hefðu ekki greitt rúðuna.   Ráðstöfun fjármuna t.d í einhver gæluverkefni stjórnmálamanna, þýðir í reynd að eitthvað annað  „ þarfara „ er þá ekki framkvæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tær snilld!

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband