Geta íslendingar ekki stjórnað sér sjálfir?

Þegar á bjátar og allt er svo vonlaust, skjóta svona hugsanir upp kollinum.  Mér býður í grun að margir ESB  sinnar hugsi, eitthvað þessu líkt, þegar rætt er um aðild okkar að bandalaginu.

Því fer að sjálfsögðu víðsfjarri að við getum ekki átt okkur farsæla framtíð í okkar góða landi,  þar sem við höfum búið í 1100 ár.  Sú saga hefur þó kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf, valdagræðgi og sérhagsmunir, þar sem fólkið og þjóðin voru aðeins peð á skákborði valdamanna.  Mögulega er þó helsti lærdómur okkar sögu, sundurlyndi valdamanna og svikráð.

Einn af reyndari blaðamönnum okkar  Jónas Kristjánsson ritar

„ Öll saga lýðveldisins sýnir, að Íslendingar eru óhæfir um að stjórna sér. Hrunið er eðlileg niðurstaða samfélags, þar sem fífl kjósa fífl til að auðvelda fíflum að stela peningum. Ekki bætir úr skák, þegar þjóðin fær í fyrsta sinn tækifæri til að kjósa persónur framhjá fjórflokknum. Þá nennir neyzlufólk bara alls ekki á kjörstað. Unga fólkið liggur uppi í sófa og étur popp. Innan við helmingur á kjörskrá nennir að uppfylla skyldur borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Því skulum við leita á náðir Evrópu og evru. Þeim mun fyrr náum við þeirri farsælli stöðu að geta látið aðra um að stjórna okkur"

Hvers vegna geta íslendingar ekki stjórnað sér sjálfir?

Stór hópur fólks sér enga framtíð fyrir sig á Íslandi. Þeir framtaksömustu hafa þegar flutt af landi brott.  Lífið er erfitt og það reynir á þolrif  og öll samskipta einstaklinga og fjölskyldna. Umskiptin  eru mikil og lífskjör hafa versnað.  Skýringar í þessari stöðu eru óljósar í huga stórs hóps, sumir hafa það augljóslega gott og margir hafa á tilfinningunni að birgðum sé ekki rétt skipt.

Nútíma þjóðfélagið byggir á upplýsingum. Einstaklingar meta stöðu sína og taka ákvarðanir útfrá þessu upplýsingum. Hvað er framundan, hver er staða mín og öryggi, er spurningin sem brennur á vörum fólks.

Það er á svona tímum sem foringjar verða til, einhver með framtíðarsýn, áhrif og yfirsýn um núverandi stöðu og framtíð.

Það verður að vera foringi í hverju liði.  Hann er venjulega valinn vegna þess að hann er traustur, enginn vingull og liðið treystir honum og hans leiðsögn.  Þegar allir eru á hælunum, hefur foringinn kraft til að rífa menn upp, allir sjá einhverja vona og fyllast óútskírðum krafti, sem rífur hópinn áfram.

Þegar við lítum til nágrannaþjóða okkar sjáum við þessa foringja.  Við höfum átt okkar foringja en hvar eru þeir í dag?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef verið með spurningar um það í minni síðu hvaða fyrirmanni fólk treysti best. Þeir stjórmálamenn sem mest eru í umræðunni eru að dingla í kringum tíuprósentin og þaðan af minna. Nema einn er með yfir þrjátíuprósent.

Það er stöðugt að bætast í hóp álitsgjafa en þetta breytist sáralítið.

Það er eðilegt að þú skyggnist um eftir foringjum dagsins. Það virðist enginn kollurinn öðrum hærri um þessar mundir,

Halldór Jónsson, 5.12.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sennilega er það þetta fólk sem ekki getur stjórnað sjálfum sér sem vill ganga í ESB. Jónasar Íslands. Ég nennti á kjörstað, var ekki fífl og kaus ekki fífl. Kaus Halldór en ekki Jónas. Vill ekki í ESB.

Sigurður Þorsteinsson, 6.12.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Þegar ég varpaði fram þessum hugleiðingum og vangaveltum um forystu, hugsaði ég hvort ég væri þá að kalla eftir foringjaræði. Var ekki að því og tel það slæmu hliðina á góðri forystu. Gaman að fylgjast með þessari könnun hjá þér Halldór.

Jón Atli Kristjánsson, 8.12.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband