Stjórnlagaþingskosningin

Ég hafði möguleika á að fylgjast mjög vel með framkvæmd þessara kosninga. Var þátttakandi bæði í undirbúningi og framkvæmd.

Lögin um þessara kosningar byggðu á því að nota ætti rafræna kjörskrá.  Þegar í ljóst kom að alltof lítill tími væri til að nota rafræna kjörskrá, varð að snúa við í miðri ánni og nota hið hefðbundna kosningakerfi. Vandamálin voru því mörg sem þurftir að leysa:

  • Í stað rafrænnar kjörskrár, varð að not pappírskjörskrá og hefðbundna kjördæmaskipan, í staða þess að landið væri eitt kjördæmi,
  • Alveg var rennt blint í sjóinn um fjölda frambjóðenda, þeir gátu verið mjög fáir en talan um 200 var einnig nefnd. Þeir urðu 523. Kynning frambjóðenda varð því stórframkvæmd,
  • Fjölmiðlar sýndu þessu máli lítinn áhuga og fjöldi frambjóðenda hræddi. Hvernig átti að taka á þessu. Hvernig var hægt að gefa einhverja hugmynd um áherslur þessara frambjóðenda, en gæta þó jafnræðis. Því hafði verið spáð að þekkt andlit úr fjölmiðlum, myndu hafa sérstöðu. Sú var einnig reyndin.
  • Aldrei tókst að blása raunverulegu lífi í þá umræðu, hvers vegna nauðsynlegt væri að breyta stjórnaskránni, sérstaklega nú á síðustu og verstu tímum. Engin augljós andstaða myndaðist, en öflugir aðilar drógu fætur.
  • Kosningaathöfnin fékk fljótt á sig þá mynd að vera flókin. Mjög óheppileg umræða, þar sem breyta þurfti smá skipulag og þetta var ekkert mál. Fólk sem vann á kjörstöðunum fann ekki fyrir þessu vandamáli, hafði átt von á því verra,
  • Kosningin á kjördag gekk almennt vel, litlar biðraðir mynduðust, en margir höfðu óttast það. Mælinga höfðu sýnt að kjósandi gæti þurft allt að 10 mínútur til að kjósa. Kjörklefum var því fjölgað mikið. Einnig vissi hver kjörsókn yrði og kosningakerfið varð að búa sig undir verlega kjörsókn. Við þekkjum svo niðurstöðuna um 37%. Ljóst var að unga fólkið sat heim.

Ég held að við eigum öll að vera bjartsýn og jákvæð með þessa kosningu.

  • Þeir sem hlutu kosningar er góður hópur með fjölbreytta reynslu,
  • Kosningaframkvæmdi skildi eftir nýja reynslu sem mun nýtast í framtíðinni. Ef við ætlum að fara að kjósa oftar verður að einfalda kosningaframkvæmdina og gera hana ódýrari,
  • Skipuleggjendur þessara kosninga eiga hrós skilið, þeir fengu í hendur flókið verk og skiluðu því með sóma. Kjörsónartölur verða ekki skrifaðar á þeirra reikning.

Bestu óskir  til nýkjörinna fulltrúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Jón, tek undir með þér að framkvæmd þessara kosninga var góð. Hins vegar held ég að ein af mikilvægum skýringum á slakri kjörsókn hafi verið að fólk hafi talið önnur brýnni verkefni til að leysa. Auk þess að þeir sem kynntu sér málefnið hafi ekki talið að ekki væri þörf á byltingu á stjórnarskránni.

Sigurður Þorsteinsson, 2.12.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll og blessaður,

Þeir sem unnu í kosningunum, tóku eftir því að unga fólkið kom ekki. Þeir sem mættu voru 40+ Sé þetta rétt er þetta því sorglegra, því umræða og bætur á stjórnarskránni, varða mest framtíðina og " unga fólkið " Stjórnarskrána þarf að bæta í veigamiklum atriðum. Það verða alltaf brýn verkefni, ef við ætluðum að bíða eftir því að þau verðu öll leyst, er langt að bíða breytinga á stjórnarskránni. Það er mikið af góðu fólki sem valdist á þingið, verum bjartsýnir.

Jón Atli Kristjánsson, 3.12.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband