1.12.2010 | 15:07
Íslenska bankakerfið.
Það er alveg ljóst að íslenska bankakerfið er of stórt. Í dag er engin útrás, þjóðfélagið í samdrætti og kreppu. Kerfið er því of stórt og dýrt miðað við þá þjónustu sem samfélagið þarf í dag og í fyrirsjáanlegri framtíð.
Hlutverk nýju bankanna er í reynd allt brenglað þegar grannt er skoðað:
- Þeir taka vissulega við innlánum, því sparendur eiga fárra kosta völ. Fyrir liggur að sparendur myndu flytja sparnað sinn út landi ættu þeir þess kost. Þetta er traustið á kerfinu. Ef ríkið tryggði ekki allar innistæður bankanna má spyrja hvað gerðist. Vel að merkja einnig innistæður einkabankanna,
- Útlán bankanna eru í lágmarki og fé bankanna rennur til Seðlabankans til geymslu þar. Vaxtatekjur bankanna eru þannig ekki eðlilegar heldur koma frá ríkinu, þ.e skattgreiðendum.
- Stór hluti tekna bankanna, vaxtamunur, er því gervitekjur, frá Seðlabanka.
- Mikill tími starfsmanna bankanna fer í að vinna í skuldavanda heimila og fyrirtækja, nauðsynleg vinna, en ekki arðbær, fyrir bankana.
- Bankakerfið í dag er því of stórt og óarðbært metið á mælikvarða eðlilegs bankarekstrar.
Til að íslendingar nái sem fyrst vopnum sínum þurfa allir að leggjast á árar. Líka bankarnir og fjármálakerfið. Þeirra framlag er m.a. fólgin í því að fjármálaþjónusta sé sem allra ódýrust. Sama hvort um er að ræða vaxtamun eða þjónustugjöld.
Hvað er þá til ráða. Fjármálakerfið þarf að fara í gegnum mikla hagræðingu:
- Sameina þarf núverandi fjármálastofnanir, og þannig auka slagkraft þeirra. Það er t.d. nöturleg staðreynd að íslensku bankarnir geta ekki þjónustað, alþjóðlegu fyrirtækin okkar, og þau verði þess vegna að flytja úr landi,
- Auka þarf samkeppni, með því að fá erlenda banka til að starfa hér eða þeir kaupi upp starfandi fjármálafyrirtæki.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.