25.11.2010 | 11:42
Um kisuna okkar.
Þegar ég var að þurrka af um daginn, tók ég eftir því einu sinni sem oftar að allir gluggar voru þaktir í kattarhárum. Kötturinn okkar hún Júlía, sem er hvít, virðist fara alveg sérstakleg úr hárum þessa dagana. Reyndar kenni ég konunni um þetta hún er alltaf að gefa henni fisk í stað þurrfóðurs, sem eykur hárlosið. Júlía og konan eru miklar vinkonur og konan segir að kötturinn sé að drepast úr ógeði að éta þennan þurrmat, blessuð skepnan þurfi fisk. Þó vinátta sé góð þá kemur mér þetta við, því ég verð að þrífa allt hárið úr gluggunum og rúmteppið er loðið í kattahárum og náttsloppurinn minn virðist ryksuga í sig kattahár, þannig að það er eins og maður hafi velt sér í sloppnum á gólfunum. Kannski væri það bara ráð í þessari kattarhárs baráttu. Þegar ég er að hugsa þessar ljótu hugsanir við afþurrkið þá fæ ég auðvitað samviskubit, því Júlía er góður köttur, er svo glöð þegar maður kemur heim, sleikir á manni hendurnar, liggur ofaná manni í sófanum og getur auðvitað ekkert gert að þessu hárlosi. Ekki bað hún um að vera tekin í fóstur það var okkar ábyrgð og ef maður getur ekki haldið dýr með sóma og umhyggju þá á maður bara að sleppa því og hana nú. Hvað á ég líka með að vera að bölva kettinum í huganum og gera lítið úr vinskap konunnar og Júlíu, köttum finnst fiskur góður, því eiga ekki vinir að hjálpast að, jafnvel þó það kosti einhver smá óþægindi fyrir aðra.. Stendur það ekki skrifað, "what are friends for "
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var haldinn þessari fiskáráttu hér áður fyrr og var alveg sannfærður um að ég væri að svelta kettina mína ef ég gæfi þeim ekki fisk. Vandamálið var að það var allt í hárum heima hjá mér, öll föt og allar syllur kafloðnar, alltaf.
Þá kynntist ég konu sem gaf sínum köttum BARA vandað þurrfóður sem hún keypti á dýraspítalanum, alltaf nóg vatn með og stöku sinnum verðlaun, t.d. túnfiskdós, nokkrar rækjur eða fiskbita. Kettirnir hennar voru heilbrigðir, sterkir og hamingjusamir.
Eftir þetta fór ég að gera það sama og get alveg lofað því að það er ekki bara betra heldur rétta leiðin því of mikið fiskát gerir kettinum ekkert gott heilsufarslega fyrir utan allt hárlosið.
Segðu konunni þinni að ef hún vilji vera virkilega góð við Júlíu, eins og mér sýnist að Júlía eiga skilið, þá skuli hún nú strax skipta yfir í vandað þurrfóður og komast yfir þetta með fiskinn. Júlía verður miklu glaðari, heilbrigðari sterkari, gljáandi falleg og hættir nánast að fara úr hárum (miðað við hvernig það er núna).
Ef hún trúir ekki á þetta, láttu hana þá tala við dýralækni um þetta til að átta sig á að hún er að gera Júlíu mjög gott með því að taka fiskinn út og setja vandað þurrfóður í staðinn.
Grefill, 25.11.2010 kl. 13:22
Ég sem mikill kattavinur tek heilshugar undir hollráð Grefils .
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 8.12.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.