22.11.2010 | 21:49
Lestur moggans.
Þeir sem þekkja Moggann vita að á 15-20 mínútum lest þú ekki mikið af blaðinu. Flestir lesa þannig að þeir fletta blaðinu lauslega og lesa síðan 1-2 greinar betur.
Við að fletta blaðinu er margt áhugavert og allir kannast við, þetta verð ég nú að lesa betur þegar ég kem heim í kvöld, sem þýðir að þetta efni er aldrei lesið. Ef meiri hugur fylgir máli, þá er síðan tekin úr blaðinu, eða klippt, til síðari lesturs, öllum öðrum lesendum blaðsins á heimilinu til mikils ama, hvað varð af framhaldinu af minni grein !!
Eftir að hafa lesið Moggann í 45 ár kann maður á blaðið og hefur komið sér upp sínum venjum. Ég hlakka alltaf meir til að lesa seinni hluta blaðsins, og reyni að falla ekki á freistni að byrja þar. Fletti þolinmóður blaðinu, náttúruhamfarir, morð og dráp í útlöndum, viðskipti, allir að græða nema ég, menningin og svo minningargreinar. Allt er þetta vafið 40% í auglýsingar með það nauðsynlegasta. Mér finnst alveg óþarfi að kalla Moggann " dödens avis ", og vonandi skrifar einhver um mig þegar ég drepst.
Eftir að minningargreinunum sleppir fæ ég fiðring í magann, ég er kominn að mínu uppáhaldsefni, teiknisögur, Ferdinand og fleira. Oftar en ekki hlæ ég dátt að þessum myndum, þær eru svo dásamlega mannlegar. Hvað segir stjörnuspáin og ég glatta yfir fólk í fréttum, fallegt fólk og myndir og það flýgur í gegnum hugann að maður yngist nú ekki.
Sem sagt eftir vonsku heimsins og volæði, lyfta einfaldar teiknimyndir manni upp og nú er ég er tilbúinn að takast á við enn einn dag í mínu eigin lífi, stressið, reikningana, og hvað þetta nú allt heitir.
PS: stjörnuspáin rætist aldrei.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður ;) Ég kaupi Moggann og bar hann út í mörg ár. Var svo umboðsmaður í 5 ár..Flutti svo í dreifbýli en hafði þá eins og þú lesið hann í yfir 40 ár. Hætti þá í nokkurn tíma en nú fæ ég hann með póstinum 5 daga vikunnar..reyndar ekki eins snemma..en breytti bara venjunum;)
M.b.k.
Silla.
Heiðarbæ
Stafnesi.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.11.2010 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.