Leggur fram eigin fjárhagsáætlun

 

Leggur fram eigin fjárhagsáætlun ( frétt á Ruv. )

Gunnar Birgisson fetar sína eigin slóð.

„Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs og núverandi bæjarfulltrúi, hyggst leggja fram eigin tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því á fimmtudag. Í bókun sinni á fundinum óskar Gunnar eftir aðgangi að fjármála- og hagsýslustjóra bæjarins vegna þessa. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bænum, sagði í samtali við fréttastofu að þrír af fjórum bæjarfulltrúum flokksins væru tilbúnir að vinna með meirihlutanum að næstu fjárhagsáætlun, auk bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins."

Mikilvægt er að skilja bakgrunn þessarar umræðu:

Í sveitarstjórnum er mikill meirihluti ákvarðana gerður í sátt og samlyndi stjórnmálaflokkanna ( 95% ) Þegar kemur að fjárhagsáætlun er það hefðbundið munstur, að meirihluti vinnur þessa áætlun og beitir í þeirri vinnu starfsmönnum sveitarfélagsins, sem eru með allar upplýsingar í höndum.  Hlutverk minnihluta hefur verið að sitja til hliðar, fá minni upplýsingar og gagnrína framkomin gögn.

Vinnubrögð í dag hafa mótast af erfiðari stöðu allra og þeim sjónarmiðum að, það eru erfiðir tímar, hættum karpi og stöndum saman.  Skýrasta dæmið um þetta var vinna við fjárhagsáælun í Reykjavík í tíð Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

Nú er þetta verklag sannarlega gott og gilt, „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir".  Ókostur þessa verklags er hinsvegar að áherslur stjórnmálaflokkanna koma ekki fram, allt er undir einum og sama hatti.  Hefðbundið hlutverk minnihluta er gert óvirkt.  Skiptir  þetta máli má spyrja.  Já segja sumir, engu segja aðrir.

Gunnar I Birgisson er búinn að vera 20 ár í stjórnmálum í Kópavogi. Hann hefur verið bæjarstjóri Kópavogs.  Þekking Gunnars á fjármálum Kópavogs er við brugðið. Hann þekkir þetta eins og puttana á sér.  Hann hefur af fádæma dugnaði og sinni fyrri reynslu lagt sig eftir þessari þekkingu.  Hann orðar það gjarnan sjálfur við fjárhagsáælunargerð, að hann sé blóðugur upp að öxlum, svo djúpt fer hann í þetta.  Hann sem bæjarfulltúi, þarf ekki á kennslu að halda, eða pælingum, hann þekkir þetta manna best.

Það er á þessum grundvelli, sem hann segir nýtum okkar þekkingu Sjálfstæðismenn í Kópavogi og sýnum okkar áherslur í fjárhagsáætluninni. Annars týnumst við erum meðábyrgir og hlutverk okkar sem minnihluta, að sýna meirihlutanum aðhald er kastað fyrir róða. Því má einnig halda til haga að Gunnar þekkir líka samvinnu við minnihluta og að hans mikla þekkinga var ekki nýtt í síðustu fjárhagsáætlun þó hans flokkur væri þá við völd.

Í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi takast á þessi tvö megin sjónarmið. Þeir bæjarfulltrúar flokksins sem vilja samvinnu, hafa einnig mikla reynslu og þeirra leið er í dag „ inn „

Það verður að sönnu fróðlegt að sjá hvað Gunnar dregur úr pússi sínu. Hvað sem það verður sýna þessi vinnubrögð breidd og sjálfstæði, einginleika sem þarf að virða í ótta, skorti á framsýni, og miðjumoði líðandi stundar í stjórnmálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög áhugaverður vinkill að þessu máli. Það verður að geta þess að fyrir tveimur árum komu allir bæjarfulltrúarnir að fjárlagagerðinni á erfiðum tímum og útkoman var bæjarfulltrúunum til sóma. Það verklag var hins vegar ekki ástundað á síðasta ári og Gunnari haldið fyrir utan gerð fjárhagsáætlunarinnar. Niðurstaðan var illa unnið verk og skilið var eftir milljarða gat, sem við nú þurfum að súpa seiðið af. 

Þeir bæjarfulltrúar sem að þeirri vinnu, ættu auðvitað að segja af sér, en það gera þeir að sjálfsögðu ekki. Þeir bera enga ábyrgð. Framlag Gunnars nú er vel skiljanlegt í ljósi þessa. Nánast eina framlagið á síðasta ári til að skera niður var að láta gamla fólkið borga í sund og stytta opnunartíma sundlauganna. Gaman væri að sjá hvað kom út úr þeirri aðgerð. 

Samstarf er oft mjög mikilvægt, en þegar margir eru kallaðir saman sem hafa litla eða enga verkþekkingu verður útkoman léleg. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.11.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband