Það er sannarlega gott að vera íslendingur

Íslendingum finnst vænt um landið sitt. Þetta skítasker segjum við þegar rignir og vetur, kuldi og myrkur hrjáir okkar. Séum við erlendis til skemmri eða lengri dvalar viljum við hinsvegar öll á endanum fara heim. Þetta heim er eitthvað í okkur sem við eigum erfitt með að skýra, við elskum þetta land, hér býr fólkið okkar skyldmenni og vinir og allt þetta blandast saman í þessari sterku tilfinningu okkar, að hér eigum við heima.  Ættjarðarást, já en ekki rétta orðið í dag.

Erfiðleikar dagsins í dag eru sannarlega innlegg í málið, enn við vitum innst inni að við munum sigrast á þeim.

Þessi strengur í brjósti okkar er okkur verðmætur, þegar verið er að sprengja upp heiminn og stórþjóðir heimsins eru hræddar við einhverja " vitleysingja " sem enginn skilur hvers vegna eru að sprengja upp saklaust fólk, förum við heim á skítaskerið okkar og finnum til sælutilfinningar þegar flugfreyjan segir við lendingu í Keflavík, velkomin heim klukkan er.... Svo förum við inn í fríhöfnina og kaupum okkar niðurgreidda brennivín og sælgæti, af því að við höfum verið í ferðalagi, því allir sem fara í ferðalag eiga rétt á niðurgreiddu brennivíni, Það er sannanlega gott að búa á Íslandi og vonandi munu ekki vondir menn taka þetta af okkur.

Þegar við segjum útlendingum frá því að á Íslandi búi um 330.000 manns segja þeir gjarnan " you must be joking ". Þetta er sá fjöldi er býr við eina götu í stórborgunum, lítið þorp, fámenn þjóð á hvaða mælikvarða sem mælt er. Þetta er hinsvegar þjóðin okkar, og við erum reyndar fleiri Íslendingar þegar þeir eru taldir sem búa erlendis og munu " one fine day " koma heim til okkar hinna.

Við íslendingar erum með ríkustu og framkvæmdasömustu þjóðum heimsins. Svolítið öfugmæli í augnablikinu finnst mörgum, en þó rétt. Við vorum svo framkvæmdasamir að við áttum ekki fólk til að vinna í öllum okkar framkvæmdum, við urðum að fá " erlent vinnuafl " til að hjálpa okkur. Þörfin fyrir þetta vinnuafl var óstöðvandi og enn í dag vantar okkur tæknimenntað fólk.

Ísland hefur verið að breytast í fjölþjóðlegt samfélag, ákvörðun sem hefur í reynd tekið sig sjálf. Man einhver eftir því að þessi ákvörðun hafi verið lýðræðislega tekin, eftir umræðu, rannsóknir og skoðun á reynslu annarra. Nei ég man ekki eftir því hún bara tók sig sjálf og þannig á það mögulega að vera, góðar ákvarðandi eru þær sem enginn tekur eftir, þetta bara gerist.

Mikið af góðu og duglegu fólki hefur sest að á Íslandi og mannauður okkar hefur þannig aukist Hefði þetta samt ekki átt að ræðast ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband