17.11.2010 | 10:20
Það er sannarlega gott að vera íslendingur
Erfiðleikar dagsins í dag eru sannarlega innlegg í málið, enn við vitum innst inni að við munum sigrast á þeim.
Þessi strengur í brjósti okkar er okkur verðmætur, þegar verið er að sprengja upp heiminn og stórþjóðir heimsins eru hræddar við einhverja " vitleysingja " sem enginn skilur hvers vegna eru að sprengja upp saklaust fólk, förum við heim á skítaskerið okkar og finnum til sælutilfinningar þegar flugfreyjan segir við lendingu í Keflavík, velkomin heim klukkan er.... Svo förum við inn í fríhöfnina og kaupum okkar niðurgreidda brennivín og sælgæti, af því að við höfum verið í ferðalagi, því allir sem fara í ferðalag eiga rétt á niðurgreiddu brennivíni, Það er sannanlega gott að búa á Íslandi og vonandi munu ekki vondir menn taka þetta af okkur.
Þegar við segjum útlendingum frá því að á Íslandi búi um 330.000 manns segja þeir gjarnan " you must be joking ". Þetta er sá fjöldi er býr við eina götu í stórborgunum, lítið þorp, fámenn þjóð á hvaða mælikvarða sem mælt er. Þetta er hinsvegar þjóðin okkar, og við erum reyndar fleiri Íslendingar þegar þeir eru taldir sem búa erlendis og munu " one fine day " koma heim til okkar hinna.
Við íslendingar erum með ríkustu og framkvæmdasömustu þjóðum heimsins. Svolítið öfugmæli í augnablikinu finnst mörgum, en þó rétt. Við vorum svo framkvæmdasamir að við áttum ekki fólk til að vinna í öllum okkar framkvæmdum, við urðum að fá " erlent vinnuafl " til að hjálpa okkur. Þörfin fyrir þetta vinnuafl var óstöðvandi og enn í dag vantar okkur tæknimenntað fólk.
Ísland hefur verið að breytast í fjölþjóðlegt samfélag, ákvörðun sem hefur í reynd tekið sig sjálf. Man einhver eftir því að þessi ákvörðun hafi verið lýðræðislega tekin, eftir umræðu, rannsóknir og skoðun á reynslu annarra. Nei ég man ekki eftir því hún bara tók sig sjálf og þannig á það mögulega að vera, góðar ákvarðandi eru þær sem enginn tekur eftir, þetta bara gerist.
Mikið af góðu og duglegu fólki hefur sest að á Íslandi og mannauður okkar hefur þannig aukist Hefði þetta samt ekki átt að ræðast ?
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.