Afskriftir skulda

Hugtök skipta miklu máli. Hugtök hafa ákveðna merkingu, rétt notkun þeirra auðveldar alla umræðu og skilning á viðfangsefninu.  Fræðileg vinna byggir mikið á hugtakanotkun og hugtakasmíð

Afskriftir skulda er vinsælt umræðuefni,  en um leið er það mikilvægt, að skilja hvað er átt við með afskrift og hvernig þetta hugtak er notað.

Afskrift er að lánveitandi fær ekki kröfu sína ( Lán eða aðra skuld ) greidda. Lánveitandi hefur þá reynt allar leiðir til að innheimta kröfuna, gengið að formlegum veðum, eða látið reyna á ábyrgð skuldara.

  • Í þessari stöðu á lánveitandi þá kosti að láta kröfuna standa áfram í bókum sínum í von um einhverja lausn síðar eða afskrifa kröfuna.
  • Afskrift kröfunnar er í reynd ekkert góðverk á skuldara heldur mat á raunveruleikanum. Sé skuldari t.d. eignalaust eignarhaldsfélag, er afskrift augljóslega eina rökrétta leiðin,
  • Ef lánveitandi á einhverja leið til að fá kröfu sína greidda að hluta eða öllu leiti er krafan, einfaldlega ekki afskrifuð.

Eftir hrun bankanna er mikið af „ ónýtum" kröfum, kröfum sem þarf að afskrifa. Standi þessar kröfur áfram í bókum, skekkja þær alla mynd, um raunstöðu lánastofnana og fyrirtækja.

Afskrift hefur hinsvegar í almennri umræðu fengið á sig þá mynd að, verið sé að gefa einhverjum eitthvað.  Hið rétta er að ekki er annar kostur í stöðunni.

Allir sem þekkja til í fjármálakerfinu, vita að ef lánveitandi á einhverja minnstu möguleika á að innheimta kröfu, er hún ekki afskrifuð.  Um afskriftir gilda strangar reglur og formlegheit.

Stór hluti ef endurreisn fjármálkerfisins er að afskrifa „ ónýtar „ kröfur, höggva af alla þá kalkvisti sem til staðar eru í kerfinu.  Fá fram rétta og heilbrigða stöðu í stað þess að sá fræjum tortryggni um raunveruleikann.

Endurnýjað traust almennings á bönkum og lánastöfnunum, byggir á því að, hreinsað sé til.  Tilfinning margra er að svo sé ekki, mikið af kalkvistum leynist enn í skúffum bankanna.  Þetta á við um banka á Íslandi og reyndar  banka í heiminum öllum.

Sú, „ hystería „ sem hefur einkennt alla umræðu um þessi mál, hefur gert það að verkum, að nauðsynleg „ hreinsun" fjármálakerfisins fer ekki fram. Ég tala nú ekki um ef einhvern grunar  að það eigi að afskrifa skuld útrásarvíkings !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband