12.11.2010 | 15:33
Kosning til Stjórnlagaþings -framkvæmd:
Ég óttast að margir kjósendur, haldi að það að kjósa til Stjórnalagaþings sé mjög flókið. Því fer víðsfjarri. Smá undirbúningur og þetta verður einfalt. Skrefin sem taka þarf eru:
1. Heimavinna:
Skoða lista yfir frambjóðendur ( 522 ) Þetta er auðvelt að gera á kosning.is., eða í bæklingi sem sendur verður í hvert hús.
Á kosning .is er hjálparkjörseðill, þar sem kjósandi, getur kynnt sér frambjóðendur og raðar þeim í þá röð sem hann ætlar að kjósa. Ef þessi hjálparkjörseðill er notaður kemur rafrænt nafn frambjóðanda og auðkennisnúmer. Einnig númer þess sætis sem viðkomandi er settur í.
Þennan hjálparkjörseðil tekur kjósandi með sér á kjörstað. Sama kjörstað og hann kaus á í síðustu kosningum.
2. Kosning á kjörstað:
Kjósandi gefur sig fram í sinni kjördeild. Hann fær kjörseðil, sem er blað með 25 tölusettum reitum. Kjósandi finnur sér borð til að setjast, tekur fram hjálparkjörseðilinn og færir inn í hverja línu-reit auðkennisnúmer þess frambjóðanda sem hann kýs. Ekki að skrifa nafnið, aðeins auðkennisnúmerið.
Hægt er að kjósa aðeins einn frambjóðanda. Eðlilegt að raða allt að 3-5 nöfnum. Séu auðkennisnúmerin sett í þessar 3-5 línur í samhangandi röð er þetta gildur seðill.
3. Almennt:
- Leiðbeindur verða á kjörstað, ef einhver er óöruggur um framkvæmdina,
- Ekki að brjóta seðilinn saman, setja beint í kjörkassa,
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það eiginlega skelfilegt hvað ég þekki fáa, og það læðist að manni sá grunur að stór hluti hópsins sé alls ekki hæfur til að sitja á Stjórnlagaþingi. Ég hugsa að ég kjósi en ég ætla ekki að fara eftir búsetu, kyni, aldri eða menntun, þó mér sé skapi næst að kjósa enga lögfræðinga eða viðskiptafræðinga, hvað þá löggilta endurskoðendur því þeir eru manna líklegastir til að gera málið flókið. Veit ekki með þá sem segjast vera pólitískir. En sjáum til hvað setur.
Geir Agnar Guðsteinsson, 14.11.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.