11.11.2010 | 13:25
Sakna strákarnir mömmu.
Taka skal fram að þetta er alvöru könnun, og varpar áhugaverðu ljósi á skoðanir þessa hóps. Það væri mikill misskilningur að taka ekki á mark á því sem þarna kemur fram. Horfa á raunveruleg svör þessara ungmenna, frekar enn hafa á því skoðanir hvernig þau ættu frekar að vera.
Mikill samhljómur er meðal stráka og stelpna um það að bæði kynin eigi að hafa sömu réttindi. Eftir það skilja leiðir og strákarnir hafa skoðanir sem ekki falla jafnréttissinnum í geð.
Um helmingur stráka telur að konur eigi að vera heima hjá ungum börnum sínum og um 36% stúlkna.
Ég staldraði við þessar tölur. Þessi hópur er af kynslóð, sem sumir kalla, lykla eða farsíma kynslóðina. Kynslóð þar sem enginn er heima og í besta falli hægt að hringja í mömmu eða pabba.
Er þetta unga fólk að senda skýr skilaboð um álit sitt á þeirri þjóðfélagsgerð sem við höfum búið til á Íslandi og norðurlöndunum. Strákarnir vilja hafa mömmu heima !
Nú má finna milljón ástæður fyrir því að það er ekki hægt og þessar ástæður þarf að lemja inn í hausinn á fólki. Man einhver eftir stjörnufræðingnum, sem kaþólska kirkjan lét játa að jörðin snérist ekki í kringum sólina. Hann tautaði eftir játninguna, hún snýst nú samt !
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú já, maður hættir sér varla út í umræður um eitthvað sem gæti flokkast undir ,,kvennasiðferði". Þrátt fyrir allt jafnréttistal, þá fellst jafnréttið ekki í því að konur og karlar skipta öllum störfum 50% á milli sín. Um slíka verkaskiptingu getur fólk komið sér saman um án utanaðkomandi ákvörðunar.
Það er alls ekki slæmt að einhverjir strákar vilji hafa mömmu heima, þegar skóla lýkur. Fæstar fjölskyldur hafa efni á slíku. Nú virðis mér jafnréttissérfræðingar vera æfir vegna þessa niðurstöðu. Stelpurnar mínar vilja helst hafa mömmu heima þær koma heim úr skóla, þessa sömu mömmu vil ég gjarnan hafa heima þegar ég kem heim.
Sigurður Þorsteinsson, 11.11.2010 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.