Þjóðareinkenni Íslendinga, innlegg.

 Hlustaði á þátt á rás 1, Heimur hugmyndanna,  Er söguskilningur Íslendinga sérstakur. Stjórnendur, Ævar Kjartansson og Páll Skúlason. Þættir þeirra félaga eru mjög áhugaverðir og fræðandi.  Sama má segja um þátt Ævars og  Ágústar Þórs Árnasonar um lýðræði.

Í þættinum var m.a. rætt um þjóðareinkenni íslendinga í nútíð og fortíð. Rannsóknarskýrslan kom við sögu og þörfin á að við skoðum hvað við getum af henni lært.

Á mektardögum útrásarvíkinga leituðust margir við að skýra velgengni okkar, hvað við værum klár og einstök.  Var þetta mörgum kært umræðuefni, og menn stoltir af þessum löndum okkar. Erlendir vinir mínir spurðu spurninga, einn vildi rita um þetta blaðagrein í sínu heimalandi til þessa að hans landsmenn gætu af þessu lært.

Hrunið lagi í rúst allar þessar kenningar og skýringar og flestir vilja gleyma því sem þá var sagt.  Í umræddum þætti var hinsvegar varpað ljósi á nokkra drætti í okkar þjóðarvitund, drættir sem eiga sínar sögulegu forsendur, og hafa mögulega mótað okkar þjóðareinkenni.

Ég tek mér nokkuð skáldaleyfi í minni framsetningu.

  • 1. Það skal enginn græða á mér:

Danskir kaupmenn, eru sagðir í okkar sögu, hafa selt maðkað mjöl og greitt of lítið fyrir afurðir.  Þetta var að okkar áliti, arðrán.  Þetta mótaði mjög afstöðu okkar til útlendinga og þess mikla ágóða sem þeir höfðu af viðskiptum við okkur.

  • 2. Að fá mikið fyrir ekki neitt, að græða:

Víkingarnir „okkar"   fóru í gamla daga í ránsferðir, rændu og rupluðu, og komu heim með mikinn ránsfeng.  Kannast hér einhver við lýsingu á útrásinni, og umræðu um víkingseðlið.  Þessu með ránsfenginn var þó sleppt.

Við íslendingar komum fyrst undir okkur fótunum í stríðinu, af öllum tímum. Við fengum vinnu hjá hernámsliðinu og seldum okkar fisk á háu verði til Bretlands. Stríðið varð okkur gósentími.  Eftir stríðin tók við tímabil USA í landinu, mikil umsvif og peningar. Til viðbótar þurftum ekkert að kosta til varna, fengum það allt frítt, hjá vinum okkar. Þeir fóru svo þegar þeim hentaði og töluðu ekki við okkur.  

  • 3. Að taka ekki ábyrgð, því við erum svo fá og smá og allir hljóta að sjá það og virða.

Við þurfum að fá alveg sérstaka samninga við ESB, af því að..  Við höfum engar áhyggjur af þessum samningum, ráðum vel við ESB. Á móti okkur sitja menn - samtök, sem ekki hafa staðið í svona samningum nema 27 sinnum.

Þjóðareinkenni okkar og hvað við höfum lært af hruninu, er sannarlega verðugt viðfangsefni. Við höfum kortlagt mjög vel margt sem að hruninu lýtur. Umræðan um lærdóminn er ekki jafn auðsæ, enda komið að einu af okkar þjóðareinkennum.  Enginn getur sagt neitt því þá særir hann örugglega einhvern, fjölskyldu, vini eða mögulega sjálfan sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góðar hugleiðar að vanda. Það heði kítlað pennan minn að bæta tveimur oðrum  við undir punkti 3.    ...... samtök, sem ekki hafa staðið í svona samningum nema 27 sinnum

Sigurður Þorsteinsson, 12.11.2010 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband