7.11.2010 | 19:43
Stjórnun fyrirtækja og stjórnunarþekking
Öll þessi þekking er til, en hvað af henni er notað, og kemur að raunverulegu gagni, er annað mál. Hafandi nokkuð vit á þessu, hefur það lengi verið mér umhugsunarefni hvað mikið er til af þekkingu en lítið af henni er notað.
Hvers vegna? Ekkert einfalt svar, enn ég tel það m.a vera spurningu um framsetningu, og forsendur hlutaðeigandi til að tileinka sér þekkinguna. Þetta má líka orða þannig að þekkingin passi inn í reynsluheim viðkomandi og verði ný þekking til viðbótar þeirri sem fyrir er.
Leiðin fyrir flesta er að mínu viti, fólgin í einfaldleikanum. Stjórnandinn kemur sér upp, einföldum verkfærum sem duga honum í hans starfi. Hann þarf að geta sest niður með einhverjum, lýst því af einlægni hvernig hann gerir hlutina, og fengið fram nýjar hugmyndir sem passa honum og hans aðferðum.
Verkfærakista hans á að samanstanda af fáum kennitölum:
Hann þarf að geta rætt og sannfærst um að hann sé að gera rétt og að allar þessar töfralausnir, passi ekki fyrir hann. Hann þarf að geta spurt sinna spurninga. Stjórnandinn þarf að öðlast sjálfstraust. Í stað þess, æpir umhverfið á hann úr öllum áttum, að það sé komið eitthvað nýtt, og hann sé út á túni.
Varðandi framsetningu, vilja allir stjórnendur sem ég þekki, geta rætt við einhvern sem þeir treysta, maður á mann. Öll glæru-show í heiminum og tölvur, koma ekki í staðinn fyrir þessi einföldu sannindi.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.