Vondu bankarnir

Bankahrunið var í október 2008.  Á rústum þess bankakerfis sem þá var, hefur risið nýtt kerfi, nýir bankar og í mörgum tilfellum nýtt bankafólk.  Allavega á þetta við um yfirstjórn bankanna.

Það er mjög í tísku að tala illa um bankamenn og bankana þeirra.  Umræðan er þannig að hún jaðrar við atvinnuróg.

Reyði fólks vegna bankahrunsins er eðlileg. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á rekstri gömlu bankanna, hafa lyft upp á borðið, ótrúlegu stjórnleysi og óstjórn. Raunveruleika sem þó var kirfilega dulin bak við glæsta ímynd, góðs hagnaðar og velgengni.

Þetta voru hinsvegar gömlu bankarnir, sem fóru á hausinn og eru nú til þrotameðferðar.  Bankarnir í dag eru ný fyrirtæki, fyrirtæki sem starfa á íslenskum markaði, ný markmið og væntingar.

Þessir bankar hafa vissulega tekið við erfiðum málum, frá gömlu bönkunum og hruninu, en það er að hengja bakara fyrir smið að kenna þeim um ófarir hinna.

Vandi nýju bankanna er hinsvegar að sanna það fyrir viðskiptavindum sínum, að þeir séu raunverulega „ nýir „ bankar.  Það mun taka þá tíma og það hlýtur að vera forráðamönnum þeirra áhyggjuefni hversu hægt það gengur.

Það er öllum ljóst sem þekkja sögu banka á Íslandi að almennu starfsfólki þeirra verður ekki kennt um hrunið. Um það vissu það nánast ekkert fram á síðasta dag. Þeir voru jafn mikið blekktir, eins og hinn almenni viðskiptamaður.  Staða sem ætti að vera þessu góða fólki umhugsunarefni.

Það að vera bankamaður í dag, kallar á sérstakt framlag þeirra sem í þessum stofnunum vinna.

Hver sem kemur inn í banka í dag, finnur spennuna sem þar ríkir. Starfsmenn eru óöruggir, það er ákveðinn ótti í loftinu. Bankarnir munu ekki geta auglýst sig út úr þessari stöðu, þetta er spurning um mannlegu hlið þess að vera bankamaður.  Uppbyggingin þarf að byrja innan frá í bönkunum.   Að vera bankamaður snýst ekki um útlit, þó gott útlit sé ágætt, heldur traust og úrlausnir.  Bankamaður sem er hinsvegar hræddur við kúnnann sinn gerir ekki mikið gagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er rétt, óöruggir starfsmenn eru hins vegar líklegri til þess að skapa vantrú. Flest okkar hefur orðið vitni þegar starfsmennirnir eru skammaðir eins og að þeir séu sökudólgarnir. Það er ómaklegt.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband