3.11.2010 | 13:16
Að rétta samferðafólkinu hjálparhönd
Ég fékk flensu um daginn og lág í rúminu í nokkra daga. Það góða við pestir er að þá gefst góður tími til lesturs. Í þetta sinn tók ég fram ævisögu Thors Jensen skrásetta af Valtý Stefánssyni.
Í ævisögu þess stórmerka athafnamanns, sem áorkaði öllum þeim glæsilegu verkum, er raun ber vitni, er einn rauður þráður og það er ást hans og þakklæti til konu sinnar Margrétar. Í eftirmála ævisögunnar ritar hann sjálfur "
Sú er mín hugheilasta ósk íslensku þjóðinni til handa, að hún megi eignast sem flestar slíkar dætur, sem í einu og öllu kappkosta að glæða skilning barna sinna á þörfum lands og þjóðar og blása þeim í brjóst sönnum manndómsanda jafnframt því að leitast við að auka víðsýni eiginmanna sinna í framfaramálum þjóðarinnar og vera ávallt boðnar og búnar til að rétta samferðafólkinu hjálparhönd "
Þau hjónin voru ekki alltaf rík, höfðu líka kynnst mótlæti og erfiðleikum. Þessi fallegu orð hér að framan og lestur ævisögunnar urðu mér tilefni til ýmissa hugleiðinga m.a. um manngildi og samhygð.
Gæti hugsast að lífið hefði háleitari tilgang en auðsöfnun, fallegt og unglegt útlit og að allir sitji við gnægtaborð. Auðvitað er það svo. Tökum samt fast á einu máli, fátækt á ekki að vera til á Íslandi, það er ákvörðun sem þjóðin á að taka, og ráðamenn á hverjum tíma að framkvæma.
Thor Jensen var danskur maður, en varð á ævi sinni meiri íslendingur en við hin, sem hér erum fædd og uppalin. Framfarir og velferð okkar þjóðarinnar skiptu þennan mann miklu máli, meira máli en eigin auðssöfnun.
Þannig mynd fæ ég allavega af þessum manni. Hann var tilbúinn að nota auð sinn til að hjálpa öðrum, t.d. í Spánskuveikinni.
Er ekki komin tími til að við hugsum eins og þjóð, ekki eins og einstaklingar, sem er sama um aðra er í þessu landi búa.
Ef konur og mæður þessa lands hugsuðu eins og Margrét, þá væri engu að kvíða um glæsta framtíð okkar lands.
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Atli það sem hugleiðingar sem kvikna við lestu þessa innleggs er í fyrsta lagi er að finna þá frumkvöðlahugsun sem Thor Jensen hafði að bera og í öðru lagi að finna tíðarandinn. Viðskiptalífið þarf að hafa ábyrgð og einnig innihalda kærleika og samfélagslega ábyrgð.
Það er með ólíkindum að menn eins og Thor Jensen átti sér marga hatursmenn. Slíkir hafa það enn. Það er umhugsunarvert að útrásarvíkingarnir voru áttu fjölda aðdáenda meðal vinstri manna. Útrásarvíkingarnir hafa það um fram menn eins og Thor Jensen að vera lausir við kristilegt hugarfar.
Sigurður Þorsteinsson, 4.11.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.