1.11.2010 | 20:22
Skyldi guð vera reiður við Joko Ono ?
Loftið var dásamlegt, ferskt og hressandi og ég hugsaði þvílík forréttindi að fá að anda að sér slíku lofti, hvað gæti verið hollara og betra en þetta.
Ég heyrði í lífinu í kringum mig, krakkar að leika sér á svölum, voru greinilega að leika við hund, hávær eins og barna er vísa. Það var greinilega byrjað að elda kvöldmat, því matarlykt lagði frá húsunum.
Hvað er dásamlegra en þetta, að vera á lífi, geta gengið óstuddur og hnarreistur er ekki lífið stórkostlegt. Þegar ég kæmi heim fengi ég mat hjá konunni, steikta lifur og kartöflur, hreina íslenska afurð af fjallalambinu okkar.
Þar sem ég arkaði eftir göngustígnum, sá ég friðarsúluna hennar Jókó, rísa til himins. Ég reyndi að halla höfðinu á alla kanta til að sjá hana betur, hef alltaf fundist hún heldur dauf. Held að það stafi af því hvað okkar loft er of hreint og tært, hún sæist betur í menguninni.
Hugsaði með mér hvort þetta væri ekki óþægilegt fyrir guð, að það væri líst svona beint framaní hann. Var hinsvegar alveg klár á því að Pétur, sem stæði við Gullna hliðið sæi betur til við að lesa á bókina, með því að hafa þessa birtu. Var nú ekki alveg klár á því hvort það væri mér til framdráttar, hann sæi þá betur hvað lítið af góðverkum ég hefði gert.
En jafnvel þó geislinn frá friðarsúlunni lýsti í augun á guði, þá er Jókó góð manneskja, það eru engin fúlmenni sem fá svona galnar hugmyndir.
Í þessum guðrækilegum hugleiðingum arkaði ég áfram sléttan göngustíginn og hugsaði um alla þessa frábæru göngustíga sem liggja um allan Kópavog þvers og kruss. Mér var spurn hvort ég ætti að þakka guði fyrir stígana eða Gunnari Birgissyni. Til að vera öruggur þakkaði ég báðum.
Á svona gönguferðum verður maður bjartsýnn, hvernig er annað hægt. Þarna eru engir stefnuvottar á ferð, engin ábyrgðarbréf, engir rukkarar. Þú ert frjáls, hittir einstaka göngugarp, býður gott kvöld og arkar þína leið. Ef þú hittir konu þá er gott kvöld hámark samræðna, þú gætir verið einhver pervert, sem gætir ráðist á konuna. Hvaða kona með réttu ráði stoppaði til að tala við þig, í ljósi allra þeirra sagna, sem til eru um nauðgara og banditta. Þetta er heldur sárt, þar sem þú veist að þú ert best grey og það gæti nú bara verið gaman að labba með einherjum.
Þú gengur framhjá öllum þessum fallegu húsum, fallegu görðum og flottu bílum, erfiðleikar eru nú samt þarna einhversstaðar í sínum ljótleika.
Er ekki komin tími til meiri bjartsýni í stað þessarar síbylju um kreppu. Bölsýni hefur engu bjargað, ótti er ekki tilfinning sem hvetur neinn til dáða. Leggjumst á eitt um hlúa að því jákvæða, ég veita að kreppan hatar jákvæðni.
Nú er ég komin heim, konan kallar maturinn til !!!
Um bloggið
Jón Atli Kristjánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 42848
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg hugvekja. Takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 21:16
Maður fer glaðari út í morgunninn eftir þennan lestur.
Sigurður Þorsteinsson, 2.11.2010 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.