Nýir Messiasar á Íslandi

Útrásin einkenndist af kröftugum einstaklingum, ( 30-35 ) sem sáu viðskiptatækifæri á hverju strái.  Til að ná markmiðum sínum var heppilegt að eiga banka, tryggingafélag eða aðra uppsprettu fjár.  Framhald þessarar sögu er vel þekkt.

Þetta módel „ auðmanna „ passaði Íslandi ákaflega illa. Ástæðan  er líklega fámennið og að okkur er ekki sérlega gefið að heyra undir smákónga. Ákveðinn hópur er þessu þó fylgjandi, sjá í þessu tækifæri fyrir sig til valda og auðs.

Verkefni dagsins er hinsvegar uppbygging, og spurningin hvað höfum við lært. Þessi spurning er sérstaklega áleitin núna, þar sem fjöldi fyrirtækja vantar aukið eigið fé, og mikil vöntun er á fjármagni til framkvæmda.  Þessa stöðu má í einu orðið lýsa sem kjörlandi nýrra Messiasa.   Hvort sem þeir nota sitt eigið fé eða fé ( lánsfé ) viðskiptafélaga sinna.  Það er mikið til af peningum í heiminum, góðum og slæmum, Ísland er þrátt fyrir allt á korti þeirra sem eiga þessa peninga. Þeir eða þjónar þeirra, hafa af kostgæfni unnið sína heimavinnu.

Á þessum tímamótum er ástæða til að rifja upp hugtök  eins og dreift eignarhald í stað kjölfestufjárfesta.  Þó þetta séu útjaskaðir orðaleppar, lýsa þeir þó þeirri hugsun sem hér er gerð að umtalsefni. Viljum við fara í gamla farið í fang smákónganna?

Almenn  umræða er fyrsta skref þessa máls, er það svo að einhver hafi af þessu áhyggjur. Næsta skref er að minna á að bankarnir eru fullir af peningum, mikið af þessu fé með lága ávöxtun.  Hvernig má koma þessum peningum fjöldans í vinnu og uppbyggingu? Þó þannig að eigendur þessa fjár, séu sáttir.

Vandinn í þessu máli er þekktur, lausnirnar eru líka þekktar. Leiðin felst í vilja til góðra verka, samstöðu sem svo sárlega vantar í okkar samfélagi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Feiknargóð grein sem vekur mann til umhugsunar.

Veistu Jón frá hverjum þessi kjölfestuhugmynd kom fyrst fram, varðandi bankana?

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir þessa athugasemd Sigurður. Þar sem þú ert með vitrari mönnum sem ég þekki, finnst mér þetta sérílagi ánægjulegt.

Jón Atli Kristjánsson, 1.11.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 42848

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband