Afstaða íslendinga og annarra til Kínverja.

Kínverjar eru rísandi veldi í heiminum í dag.  Einhver gæti sagt að þeir væru aðeins að endurheimta sína fyrri stöðu, sem stórveldi.

Nýjar fréttir um að Wen Jiabaos forsætisráðherra sé væntanlegur hingað í opinbera heimsókn. Sú frétt er ekkert minna en stórfrétt og heiður fyrir okkur.  Hann hefur að undanförnu verið í Þýskalandi með mikið föruneyti. Þjóðverjar hafa tekið honum með kostum og kinjum, sjá gýfurleg tækifæri fyrir sig í Kína.

Heimsókn hans hingað dettur auðvitað ekki af himnum ofan.  Hún er afrakstur mikillar diplomatiskrar vinnu og áralangra vinsamlegra samskipta þjóðanna.  Það er öllum ljóst sem þekkja til samskipta okkar og Kínverja, að Kínverjar vilja rækta og treysta samskipti við okkur.  Við eigum að fagna þessu og þetta á að vera frá okkar hliða gagnkvæmt, Kínverjar leggja mikið upp úr vináttu og þegar sú vinátta er fengin eru þeir sannir vinir.  Þeir kunna einnig þá list að gera skarpan greinarmun í vini eða viðhlæjanda.

Traustur vinur tekur mann eins og maður er með kostum og göllum. Vinur er sá er til vamms segir, segir máltækið.  Víst er það en þú ert líka ekki alltaf að gangrýna vini þína.

Það er hægt að vera ósamál Kínverjum um margt.  T.d. um mannréttindi, þeir eru ekki lýðræðisríki, þeir hafa stjórnskipulag alræðisstjórnar, og þeir hafa sína afstöðu til Taiwan.  Séum við í stöðu til að ræða þetta við þá á að gera það.  Þetta er hinsvegar þeirra afstaða og innanríkismál við það situr.  Verum einnig minnug þess að mögulega er eitthvað í okkar ranni sem má gangrýna, þegar það er gert erum við þá með bros á vör, ég held ekki.

Efnahagsmáttur Kínverja er gífurlegur. Peningakistur þeirra tútna út, reyndar ekki í fyrsta sinn í sögunni.  Þeir eru sakaðir um að fara um lönd og kaupa allt og alla. Þetta er aðeins að hluta til rétt. Þeir eiga mikla peninga á tímum erfiðleika og fjárskorts á Vesturlöndum og víðar.  Einhver gæti sagt að Vesturlönd séu komin á enda eyðslu og óráðsíu og nú sé komið að skuldadögum.  Þá standa Kínverjar í dyragættinni með fulla vasa fjár. Þeir hafa reyndar fjármagnað USA um langa tíð, staðreynd sem Ameríkanar vilja sem minnst um tala. Fyrir fjárfesti með fullt af peningum eru í dag góðir tímar til að kaupa.  Góð spurning er hvers vegna eru allir svona uppnæmir yfir kaupum Kínverja. Ríkisbubbar allra landa, græða í dag á tá og fingri.  Gleymum ekki í þessu sambandi eðli peninganna, sá sem á peninga í dag, hefur einhvern tíman sparað, eða sýnt aðhaldssemi, það hafa Kínverjar einmitt gert.

Kínverjar hafa á Íslandi öflugt og virkt sendiráð. Það höfum við einnig í Kína. Við eigum að rækta samband okkar við Kína. Af þessari grónu og öflugu menningarþjóð er margt að læra. Það á einnig við í viðskiptum. Hvað þar á að taka fram fyrir annað er ekki auðvelt, en ég nefni, þolinmæði.

 

 

 


Umsókn um ESB aðild.

Einn stjórnmálaflokkur er fylgjandi aðild að ESB.  Í augnablikinu er sá flokkur mögulega 25% flokkur.  Í öðrum flokkum er eitthvað slangur af fylgjendum aðildar en ekki mikið. Skoðanakannanir meðal þjóðarinnar segja 60% á móti aðild.

Þegar evrópskar sendinefndir koma til Íslands og er kynnt staða ESB málsins meðal þjóðarinnar, eru þessi aðilar furðu lostnir, töldu sig vita af andstöðu en að hún væri þessi, kemur þeim á óvart.

Nú er það alveg klárt að Alþingi samþykkti könnun á þeim kostum sem okkur íslendingum stæði til boða við ESB aðild.  Allt er gott um það að segja sjálfsagt er meirihluti landsmanna samþykkur því.

Þróun umræðunnar og vaxandi andstaða hlýtur hinsvegar að vera aðildarsinnum mikið áhyggjuefni.  Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa.  Vonar það að samningsdrögin við ESB verði slíkt gylliboð að þjóðin snúist á puntinum. Er eitthvað það í spilunum sem bendir til þess?

Þvert á móti hafa þeir sem eru á móti aðild náð vopnum sínum. Ýmislegt í umhverfinu hefur einnig lagst á sveif þeirra sem eru á móti.  Má þar nefna Icesave, vandi ýmissa evruríkja, og almenn reiði í garð stjórnvalda.

Á hinu pólitíska sviði hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að þjappa sér saman um nei, og jásinnar innan flokksins eru hjáróma rödd.  Svipuð staða er í öðrum flokkum nema mögulega Samfylkingunni.

Já-sinnar hljóta að treysta á að samningsdrög snúi taflinu. Þá gufi upp allt tal um afarkosti sjávarútvegs og landbúnaðar við höfum einfaldlega fengið boð „  we cant refuse „  Við smáþjóðin komumst loks í öruggt skjól Evrópuþjóðanna, fáum nýja mynt evruna, öll okkar vandamál eru leyst með einu pennastriki, hallelúja.

Mikil er trú þín kona sagði maðurinn. Hafi menn getað eða viljað trúa þessari lausn fyrir 2 árum, hafa margir horfið frá þeirri trú, eða eru í besta falli mjög vantrúaðir.

Ég held að gamli góði EFTA samningurinn verði okkar haldreipi enn um komandi ár. Í honum höfum við reyndar það besta úr " báðum heimum ". Við verðum hinsvegar reynslunni ríkari, því umræðan um ESB mál hefur lyft upp á borð mörgum málum, sem þurfti að ræða og skýra.  Málum sem snúa bratt að okkur Íslendingum sjálfum.

 


Eru stjórnmál lífshættuleg atvinnugrein?

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að álag á okkar stjórnmálamenn er mikið. Tíðar komur þessa fólks á sjónvarpsskjái landsmanna, sýnir manni þetta betur enn nokkuð annað.  Þannig er mín upplifun að Steingrímur og Jóhanna eldist nánast í beinni útsendingu.

Sé þetta rétt er þetta hið alvarlegasta mál fyrir þessar ágætu manneskjur og þjóðina.  Álagið og þreytan eru augljós.

Skildi það vera tilviljun ein að Davíð, Ingibjörg Sólrún og Geir, veiktust öll hastarlega meðan þau gegndu embættum.  Það er vel þekkt hvernig álag og streita veikja allt ónæmiskerfið og fólk verður móttækilegra fyrir hverskonar kvillum.

Gífurlegur þrýstingur er á öllu stjórnkerfinu um sparnað og aðhaldssemi. Stjórnsýslan er þess vegna undirmönnuð og álag á það fólks sem þar vinnur gríðarlegt.  Einhver gæti sagt hættulegt, því þau verk sem þarf að vinna eru mikilvæg, krefjast tíma og vandvirkni.  Ráðherrar og ríkisstjórn eru hluti stjórnsýslunnar og eru undir endalausri pressu á þingtímanum og ekki síður á öðrum tímum.


Hvað er mikilvægt í lífinu.

Heiðarlegt svar við þessari spurningu er væntanlega æði mismunandi eftir því hver á í hlut.

Rannsóknir hafa sýnt að tvennt sker sig úr:

  • Ósk um góða heilsu,
  • Hamingjusamt fjölskyldulíf,
  • Samband við aðrar manneskjur.

Sé rýnt í erlendar kannanir er þetta svar nokkuð alþjóðlegt og gildir þá einu hvort um er að ræða þróaðar eða vanþróaðar þjóðir.  Þetta svar er þeim mun athyglisverðara, þar sem óskir um auðlegð, eilífa æsku og endalausa velmegun er hér ekki í fyrirrúmi.  Glansheimur þeirra frægu og ríku er þá eitthvað til að fletta og lesa um í blöðum, í ætt við tölvuleik, frekar enn lífið sjálft.

Við sem eldri eru vitum að lífið sýnir á sér ýmsar hliðar.  Hvað  er allra mikilvægast  er afstætt en nefnum samt:

  • Að hafa nægilegt sjálfstraust,
  • Að vera ábyrgur fyrir lífi sínu,
  • Að hugsa í lausnum, en ekki vandamálum,
  • Að skilja líf sitt og tilveru. Kemur með auknum þroska.

Hvaða tilfinning er hamingja ?   Fræðimenn, nefna atriði, sem þurfi að vera til staðar, alger einbeiting,  skýrt takmark eða markmið sem stefnt er að , að árangur sé sýnilegur.  Tökum dæmi:

  • Íþróttakeppni, sem ég hef unnið, besti tími sem ég hef nokkurn tíman náð. ( ekki að hafa unnið aðra keppendur það er egóið )
  • Kona sem hefur fætt heilbrigt og fallegt barn,
  • Brúðkaupið okkar.

Æfing dagsins, hvenær var ég síðast hamingjusamur. Ef það er of langt síðan, hvað ætlar þú þá að gera í því ?

 


Um þunglyndi : My sadness -my home, my lover.

Meðfylgjandi vísur sendi mér vinur minn í USA. Hann vinnur mikið með þunglyndu fólki og einn af skjólstæðingum hans hafði sett saman þessar vísur.

To be of sad mind, is sad,

We all know that being sad is not good for you,

Being sad is said to be outright unhealthy and damaging,

Knowing all this why are you sad my friend.

 

You should be happy and throw your hands in the air,

You have everything to live for, a happy live,

I know all this, but I am unable to get out of my sadness,

My sadness is my home, my shelter, the place I know, my secrete lover.

 

But you want to live don´t you,

If this is live I don't want to live it,

I am never happy, I don't ever feel joy, and I only feel numbness,

There is a stone in my head, no, on my head, keeping me down, hindering me from moving. Can you please take it away!!

Höfundur ekki nafngreindur.


Menntun og val á henni.

Öllum ber saman um að menntun sé grundvöllur farsældar, fyrir einstaklinginn og fyrir þjóðfélagið. Ef rætt er um betri framtíð, er aukin menntun sett í fyrsta sætið, sem leið að því marki.

Framboð á menntun hefur aukist, það er hægt að læra hina ótrúlegustu hluti. Það er alltaf rætt um menntun sem nær ótakmarkað val einstaklingsins, þetta val sé vegvísir kerfisins, eftirspurnin ræður. Sé þessi menntun ekki til á Íslandi er hún örgglega til einhversstaðar erlendis.

Hvernig ákveður einstaklingurinn hvað hann vill læra ?  Ef einhver í þessum sporum spyr þig ráða, er svar þitt væntanlega, hvað hefur þú áhuga fyrir. Virkar þá menntakerfið þannig að það á að mæta áhuga einstaklinganna á menntun. Besta svarið er já, en við þetta já bætist að menntunin má ekki kosta hvað sem er.

En má ekki líka hugsa sér að menntakerfið byggist ekki aðeins á fyrrgreindu vali, heldur t.d. öðruvísi vali. Það er send út tilkynni sem gæti hljóðað svona. Ísland vantar í dag:

  • 1500 smiði og 1500 múrara,
  • 2000 verkfræðinga á ýmsum sviðum,
  • 1000 járniðnaðarmenn,
  • Enga hjúkrunarfræðinga,
  • Enga í listrænum greinum,
  • 700 menntaða einstaklinga fyrir stóriðju,
  • Þessi listi gæti verið nokkuð langur og margbreytilegur

Það má lýsa þessu sem markaðsdrifnu ( eftirspurnardrifið )  menntakerfi, einhver gæti kallað þetta miðstýrt skipulag.  Við gætum bætt því við að námslánkerfið væri notað til að hafa áhrif á fyrrgreint val.

Við sjáum nefnilega að valið verður tískumál tíðarandinn ræður valinu, eða jafnvel tilviljun ræður. Þú fylgir vinum þínum eða fjölskyldan hefur áhrif á valið.

Þegar Ísland átti að vera Luxembourg norðursins, fóru allir í business.  Þar voru peningarnir.  Bankarnir sópuðu til sín fólki, verkfræðingar og tölvunarfræðingar voru þeirra á meðal.  Allar verkfræðistofur landsins fundu fyrir þessari pressu, og misstu fólk til bankanna.

Íslensk erfðagreining gjörbreytti allri vinnu líffræðinga, sem áður áttu fáa kosti í atvinnuleit nema þá ríkið.

Niðurstaða þessara hugleiðinga er að góð menntun er mikilvæg. Frelsi er einnig mikilvægt en menntunin verður að " passa " þörfum þess þjóðfélags sem við höfum byggt upp, og ekki síst þess þjóðfélags sem við viljum skapa.

 

 

 

Við verðum að trúa því að þetta framboð sé sjálfbært.


Nýjar uppgötvanir.

 

Það er alltaf verið að bæta og breyta fyrirliggjandi vörur - vöruþróun.  Japanir voru á árum áður þekktir fyrir þetta, þeir tóku vörur annarra, breyttu þeim eitthvað og seldu sem sínar.

Hugtakið „ disruptive technology -or innovation „ er um breytingar á vörum eða þjónustu sem kemur markaðnum gersamlega á óvart. Getur t.d. verið lægra verð, eða að varan höfðar til alveg nýrra viðskiptavina.

Það áhugaverða er hvernig þetta gerist, hvað kallar fram þessar breytingar. Henry Ford, sagði þegar hann var spurður um nýja bílinn sinn; ef ég hefði spurt viðskiptavini mína hvað þeir vildu, hefðu þeir svarað „ a faster horse „ 

Gömul mynd af hugmyndum að bíl eru hestar sem hlaupa á einskonar færibandi sem drífur bílinn áfram. Öll hugsunin bundin við hesta.

Viðskiptavinurinn getur hjálpað þér að þróa vöruna, hún batnar smá saman, en þetta er alltaf sama varan. Það er aðeins þegar lausnin er hugsuð upp á nýtt, eins og Ford gerði,  að til verður  bíll T módel, sem var tiltölulega ódýr fjöldaframleiddur  bíll fyrir fjöldann í stað þarfasta þjónsins- hestsins.

Við eigum mögulega nú þegar einstaklinga, sem hugsa út fyrir rammann, sjá lausnir sem enginn annar sér. Er  hægt að veiða fisk með miklu ódýrari og betri hætti er gert er á Íslandi í dag.  Er lausn á orkuvanda ( mengunarvanda )  heimsins í kollinum á einhverjum, sem tilkynnir uppgötvun sína á morgun.


Húsnæðiskaup, hlátur eða grátur.

Við munum öll eftir lánveitingum „ fyrir 2007 „ til húsnæðiskaupa.  Lánastofnanir lánuðu 90-100% af kaupverði íbúðahúsnæðis.

Fyrir utan þetta háa lánshlutfall, voru 20% húsnæðislána í erlendri mynt, og við vitum hvernig það fór.  Þrátt fyrir að lánveitandi byggði lán sitt á greiðslumati, var ákveðinn brestur í því kerfi.

Kaupendur fyrstu- íbúðar, sem mögulega áttu engan sparnað leiddust út í hreinar ógöngur.  Bæði lánveitendur og kaupendur voru undir sterkum áhrifum umræðu um stöðugt hækkandi húsnæðisverð og söluaðilar kyntu eldinn.

Greiðslumat er í sjálfu sér gott kerfi og á að sýna skuldþol þitt eða hvað þú getur greitt af háum lánum, keypt dýra eign.  Spenna á þessum markaði var hinsvegar mikil og óheilbrigð:

  • Verð á húsnæði var hátt. Almennt var vitað að byggingaaðilar voru að hagnast um 10 m kr, á venjulegri blokkaríbúð. Vegna þenslu var mikið um galla í byggingum, húsnæði var illa byggt,
  • Lánstími var mögulega 40 ár, eiginfjármyndun var því ákaflega hæg,
  • Sveiflur í tekjum lántakanda gátu á lánstímanum verið miklar. Ekkert borð var fyrir báru, fólk var einnig með miklar lausaskuldir. Hátt lánshlutfall virkaði með sama hætti,
  • Meðalstærð á íbúðum hækkaði stöðugt.

Ákvörðun um kaup á húsnæði er ein af stóru ákvörðununum sem fólk tekur í lífinu. Til þessarar ákvörðunar þarf að vanda sérstaklega vel og sú staða sem kom upp í framhaldi af 2007 er sannarlega víti til varnaðar.

  • Kaupandi verður að eiga eitthvað eigið, þar má setja 20% sem lágmark,
  • Kaupandi má ekki taka óeðlilega áhættu varðandi lán á hinni keyptu eign. Alls ekki lán í erlendri mynt, lánstími þarf að vera hóflegur, fastir ( hóflegir ) vextir á lánstímanum, þarf sem lánveitandi tekur ávöxtun sína í afföllum í upphafi. Verðtrygging er samkomulag,
  • Kaupandi hefur aðgang ráðgjöfum, sem eru óháðir lánveitanda. Óheimilt er að veita lán nema ráðgjöf hafi verið leitað. Ráðgjöf byggir á greiðslumati,
  • Kaupandi hefur aðgang að upplýsingum frá Hagstofu, sem er að breskri fyrirmynd og heitir „ Housing affordability Index. „ Vísital sem sýnir hlutfall húsnæðisverðs, og tekna, fyrir þá sem kaupa í fyrsta sinn.

Einhver mun segja að hér sé skilin eftir stóra spurningin um verðtryggingu. Sú umræða er í mínum huga samningaviðræður, milli fjármagnseigenda og lántakanda, sem í mörgum tilvikum eru sömu aðilar, eða lífeyrissjóðirnir og „ eigendur þeirra „


Olíuauðurinn í norðri.

Olíuiðnaðurinn er skrítin skepna. Þessi heimur mótast af fáum stórum fyrirtækjum, sem í reynd ráða öllu, en utaná hanga svo önnur minni félög, sem taka þá bita sem hinir vilja ekki.

Stóru félögin eru svo rík að einhver gæti sagt að það sé óhuggulegt. Allt í olíuheiminum kostar líka slíkar summur, að það er aldeilis betra að eiga aura, annars ertu ekki með.

Þó stóru olíufélögin séu flest skráð á markað og verði þannig að gefa út mikið af upplýsingum eru þeirra starfsaðferðir vel geymd leyndarmál.  Ekkert óeðlilegt við það í þessum heimi.

Stóra spurningin fyrir okkur Íslendinga og aðra í okkar heimshluta er hvað eru þessir aðilar að hugsa og hvernig snýr það að okkur?   Stöndum við mögulega á þröskuldi olíuævintýris, þar sem svartagullið mun flæða og öll okkar vandamál hverfa eins og dögg fyrir sólu?

Heiðarlegt svar er ekki auðvelt að fá. Við vitum hinsvegar hvar svarið liggur, það liggur hjá hinum stóru.  Til mikillar einföldunar þá hafa þeir komið sér upp lista, yfir ný svæði.  Á þessum lista er að finna öll mögulegt olíusvæði heimsins, líka norðrið. Þessum svæðum er raðað í röð eftir áætluðum framleiðslukostnaði og þekktum tölum um magn.  Hugsum okkur að efst sé þau með lægstan framleiðslukostnað. Hvar skyldi Drekasvæðið vera á þessum lista, eitt er víst það er ekki númer eitt.

Stöðugar breytingar eru á þessum lista og olíuverð á hverjum tíma hefur áhrif á röðunina.  Olíufélag hugsar í stórum dráttum þannig:

  • Ég veit hvað ég get framleitt mikið á dag,
  • Ég veit hvað ég á mikið af vinnanlegum svæðum, birgðum, með arðsömum hætti m.v. olíuverð, og framleiðslukostnað,
  • Ég verð að hafa í gangi öflun nýrra svæða, sem að lágmarki viðhalda birgðunum,
  • Það er gott fyrir okkur að í umræðunni sé sífellt rætt um skort, hækkar verðið.

Olíufélögin eru öll með öflugar deildir sem sjá um birgðirnar, listann okkar góða, kortlagningu nýrra svæða.

Tökum nokkur dæmi um hvernig þetta virkar:

  • Það hefur verið þekkt í yfir 10 ár að það er olía við Falklandseyjar. Þarna vita menn ekki um framleiðslukostnað og magn. Magn skiptir orðið miklu máli, víða er olía en hún er ekki í vinnanlegu magni. Vinnanlegt magn, þýðir að kostnaðurinn við vinnsluna, fæst ekki til baka m.v. við magnið. Falklandseyjar hafa því verið neðarlega á listanum, aðrir kostir ódýrari og arðbærari,
  • Það er vitað í þessum bransa að það er venjulega ódýrara að vinna olíu á landi en í sjó. Vinnsla í sjó er þó ekki vandamál á litlu dýpi. Kostnaðurinn margfaldar ef dýpið er meira og vinnslan er á erfiðum hafsvæðum. Vegna þessa er í dag mikill áhugi fyrir Brasilíu, þar er unnið á landi, og svæði eru að gefa billjónir tunna,
  • Það t.d. vitað af mörgum svæðum í Norðursjóð þar sem er olía. Magnið réttlætir hinsvegar ekki vinnslu. Þau svæði færst neðar á listanum, en gætu mögulega komið inn aftur með enn hækkandi verði,

Norðmenn og Rússar eru stóru kallarnir í olíunni í okkar heimshluta.  Þeir eru sannarlega í hópi þeirra stóru.  Þegar rætt er um olíu má ekki gleyma gasinu, sem er verðmæt afurð og er hluti þessa iðnaðar.

Það er ályktun mín að starfsemi fyrrgreindra þjóða á norðurslóðum sé ekki vinnsla heldur kortlagning ( mapping ) til síðari tíma.  Sama á við um afstöðu stóru olíufélaganna.  Það er verið að bæta við listann. Tilraunaholur eru borðar og þeim síðan lokað þar til síðar.  Það má einnig segja að tæknin til að vinna á þessum íssvæðum hafi ekki verið fundin upp.  Að þessu svæði verði mögulega íslaus eftir einhverja áratugi, kann að leysa málin af sjálfu sér.  Önnur svæði á listanum hafa því forgang.  Þessi svæði væri hagt að taka aftur til skoðunar ef olía væri $ 500 á tunnuna. Annað sem menn vita einnig er að kostnaður við vinnslu á þessum svæðum er mikill, jafnvel þeir stóru verða þar að vinna saman.

Í upphafi þessara hugleiðinga varpaði ég því fram hvar Ísland - Drekasvæðið er á lista olíufélaganna.  Tilfinning mín er að það sé aftarlega.  Ein tilraunahola á þessu svæði kostar 50 milljónir $  kostnaður sem er 100%  áhætta.  Jafnvel þó þarna sé olía er spurning um vinnanlegt magn. Vilji Ísland vekja áhuga alvöru aðila á þessu svæði, er við mörg álitlegri svæði  að keppa.  Ísland þarf að skilja stöðu sína, biðlar standa ekki í röðum, okkar svæði þarf að vera álitlegra en önnur, eða kjörin hagstæðari.   Samvinna við Noreg er ein kostur, en hætt er við að norskir hagsmunir komi alltaf fyrst, ekkert er gefið í þessum heimi.

Allt tal um norðurslóðir og olíu eru mál næstu 10-20 ára.  Framundan eru dýrar rannsóknir, rannsóknir sem við sjálf höfum ekki efni á að kosta.  Ef við erum heppin þá gætum við mögulega fundið heppilegan samstarfsaðila, „ Íslandsvin" .

 


Umhverfi þitt.

Flestu fólki er annt um umhverfi sitt.  Götuna sína, hverfið sitt, bæinn sinn - borgina sína.

Skipulagsmál og breytingar á þeim geta haft mikil áhrif á þetta umhverfi.  Stóra breyting sveitarstjórnarmála s.l. ár er sú að íbúarnir taka miklu virkari þátt í þessum málum en áður var.

Skal líka engan undra að fólk hrökkvi  við ef það á að leggja hraðbraut í gegnum hverfið þitt, tuttugu hæða turn er í byggingu við hliðina á húsinu þínu og halda má áfram með svona ýkta upptalningu.

Þrátt fyrir að lagaumhverfi þessara mála hafi verið bætt og ekki sé lengur hægt að valta yfir fólk, kemur oft til harðvítugra deilna um umhverfis- og skipulagsmál. Íbúarnir fylgjast hinsvegar betur með en áður var, og þeir hafa fundið að þeir hafa vald, eru ekki aðeins leiksoppur yfirvaldanna.

Eitt er skipulag nýrra hverfa og almennt yfirbragð bæja og borgar. Málið vandast , þegar um er að ræða húsið á næstu lóð við þig, eða breytingar á gamla gróna hverfinu þínu.  Hvernig verður fundið eitthvert jafnvægi milli eðlilegra breytinga og þeirrar íhaldssemi sem býr í okkur öllum.  Þessi spurning er nú að koma upp á borðið af fullum þunga, þar sem gömul hverfi eru nú óðum að komast á þann aldur að á þessi mál reyni.

Einhvern vegin kemur upp í hugann, deilur íbúa og bæjaryfirvalda um stækkun húss ÁTVR á Akureyri.  Getur þessi einokunarstarfsemi ekki verið hvar sem er í bænum ?

Vandinn einfaldast ekki við það að fjárfestar hafa keypt upp gömul hús og jafnvel heilu hverfin og knýja nú dyra hjá skipulagsyfirvöldum.  Þurfa meira byggingamagn til að borga herkostnaðinn.

Þessi vakning íbúanna fyrir umhverfi sínu eru af hinu góða. Skipulagsyfirvaldið á hverjum staða þarf að vanda öll sín vinnubrögð, tími einstefnu og valdhroka er liðinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband