Tenging aflaheimilda við byggðirnar

Sú umræða sem orðið hefur um mögulegar breytingar HBGranda á vinnslu á Akranesi er sannarlega ekki ný af nálinni. Litið til baka er þetta troðin slóð, og hefur oftsinnis verið á dagskrá. Niðurstaðan er efnislega alltaf sú sama, hið opinbera blandar sér ekki í rekstur einkaaðila. Það er vissulega sárt að horfa uppá fólk missa vinnu sína, en það sem er að gerast á Akranesi, er órjúfanlegur hluti „ heilbrigðs „ viðskiptalífs. Umræða um kerfisbreytingu til að „ leysa „ vanda fólksins á Akranesi, er hættulegur misskilningur. Ef slíkar breytingar átti að gera í sjávarútvegi, var það fyrir mörgum, mörgum árum. Sú samþjöppun aflaheimilda sem orðið hefur og hefur gerst á markaðslegum forsendum, er grundvöllur þessa góða sem við höfum í þessari grein. Núverandi forkaupsréttur sveitarfélaga hefur frá fyrstu byrjun verið óheppilegt og illa ígrundað ákvæði. Hvers vegna: • Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur verið þannig að þau hafa ekki haft neina fjárhagslega burði til að taka þátt í þessum leik, • Ef sveitarfélag nýtir sér þetta ákvæði, tekur það á sig mikla fjárhaglega áhættu, það gæti staðið frammi fyrir að fara sjálft í rekstur, og það er í endalausum vanda hvernig skal útdeila þeim heimildum, sem það hefur „ tryggt „ Þetta ákvæði var frá upphafi meingallað. Sem dæmi, ef aðilar máls áttu viðskipti með hlutabréf í félagi sem átti skip og kvóta, var enginn forkaupsréttur, þó augljóslega færu sú leið í blóra við anda ákvæðisins. Frjáls markaður hefur verið í kaupum og sölu skipa og aflaheimilda. Að grípa inn í það ferli, eins og fyrrgreindu ákvæði var ætlað að gera, er í beinni andstöðu við lögmál markaða og viðskiptalífs. Vel meinandi stjórnmálamenn sem tala fyrir slíku inngripi verða að svar þeirri spurningu hvar er upphaf og endir þeirrar forræðishyggju sem þeir tala fyrir. Ef þeir aðeins vissu hvað þessi umræða skemmir fyrir sjárvarútveginum og vinnur í reynd gegn þeirra annars „ góða vilja „


Bloggfærslur 26. apríl 2017

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 42569

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband