Hinn nýi stjórnmálaflokkur, viðreisn.

Það verður fróðlegt að fylgjast með stefnu og starfi þessa nýja flokks. Ekki síst vegna þess að í hópi stofnenda hans er mikið mannval, fólk með reynslu, og þekkingu á stjórnmálum.  Að það sér ástæðu til að stofna nýjan flokk eru, slæmar féttir, fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkurinn er væntanlega hægri flokkur, hvað sem það hugtak segir okkur í dag.  ESB línan mun örugglega safna saman stórum hópi fólks úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvað varðar önnur stefnumál, verður athyglisvert að fylgjast með, því þar er að verða þröngt á þingi.  Björt framtíð, spútnik flokkur, sveitarstjórnarkosninganna, skilgreinir sig sem hægri flokk og er því þarna fyrir á palli.  Reynsla Bjartrar framtíðar er hinsvegar vegvísir fyrir hinn nýja flokk, segir í reynd hvað „ selst „ í dag.  Góður maður sagði nýlega að Björt framtíð væri eins og gamli Alþýðuflokkurinn, meinti þá væntanlega, sósial demókrataískur flokkur, flokkur síns tíma.  Allt gott um það, en stjórnmálaflokkar verða fyrst og fremst að vera flokkar nútímans og kunna að pakka stefnu sinni í pakkningar dagsins í dag.  Er það mögulega núverandi vandi Sjálfstæðisflokksins.

Að viðreisn verður til, eða eigum við að segja þarf að verða til, eru ekki góðar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Þessi stóri flokkur 35-40% flokkur hefur verið hægt og bítandi að missa flugfjaðrir sínar.  Í alþjóðlegum samanburði viðist það sama vera að gerast og nægir að benda á þróunina í Bretlandi og á Norðurlöndum.  Fleiri flokkar spretta upp, sem geta haft skýrari stefnu, og geta talað til afmarkaðri hópa.  Vandi stóru flokkanna er að þeir þurfa að tala tungum tveim.  Hér er Sjálfstæðisflokkurinn einnig dæmi, ESB sinnar í flokknum hafa lengi verið hundóánægðir, en verið með  á grundvelli óljósra yfirlýsinga, og trúar á grundvallarstefnu flokksins.  Þegar átti að skerpa línur, tala skýrt fór allt í bál og brand.

Fólk á að vera í flokki þar sem það getur unnið að hugsjónum sínum með öðru eins þenkjandi fólki.  Ekki að eyða kröftum í innanhúss deilur sem svo engu skila.  Í þeim anda á að senda bestu kveðjur til vina okkar í Viðreisn, með góðum óskum og von um samstarf, þar sem það er mögulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að ég hef ekkert á móti fólki sem vill stofna stjórnmálaflokk, ef það er ekki til ills fyrir stjórnkerfið.

Það sem fékk mig fyrir stuttu síðan til að tortryggja þennan nýja flokk, var það að sjá Vilhjálm Egilsson þarna á vappi í kringum Benedikt Jóhannesson.

Vilhjálmur Egilsson var allsráðandi í lífeyrissjóðnum Gildi, og allsráðandi hjá Samtökum Atvinnulífsins (SA). Honum fannst það réttlætanlegt að lífeyrissjóður verkafólks færi í spítalabyggingu, og gleymdi því að eigendur sjóðsins voru skertir vegna lottóspilavítis lífeyrissjóðsins Gildi!

Þessi svikamylla lífeyrissjóðanna er að færast á enn hærra spillingarplan, með hann í þessum nýja flokki. Nú á að hækka séreignar-lífeyrissparnað launþega og fyrirtækja! Það hefur farið lítið fyrir þeim fréttum hjá fjölmiðlum. Lífeyrisgjöld eru hreinlega viðbótarskattur, sem greiðendur sjá aldrei aftur! Lífeyrissjóðirnir eru skipulagðar glæpastofnanir, nema kannski fyrir utan Frjálsa Lífeyrissjóðinn.

Hækkun séreignarsparnaðar hefur líklega farið framhjá fjölmiðlum, eða hvað? Hvers konar vitleysa er í gangi?

Ég hef enga trú á nýju framboði, sem hefur lífeyrissjóðs-stórsvikarann Vilhjálm Egilsson (hæfnismatsviðurkennda) á Bifröst, í sínu skítuga pokahorni hæfnismats-mafíunnar!

Þar fór sú réttlætis-viðreisnarvon!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.6.2014 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband