Tenging aflaheimilda við byggðirnar

Sú umræða sem orðið hefur um mögulegar breytingar HBGranda á vinnslu á Akranesi er sannarlega ekki ný af nálinni. Litið til baka er þetta troðin slóð, og hefur oftsinnis verið á dagskrá. Niðurstaðan er efnislega alltaf sú sama, hið opinbera blandar sér ekki í rekstur einkaaðila. Það er vissulega sárt að horfa uppá fólk missa vinnu sína, en það sem er að gerast á Akranesi, er órjúfanlegur hluti „ heilbrigðs „ viðskiptalífs. Umræða um kerfisbreytingu til að „ leysa „ vanda fólksins á Akranesi, er hættulegur misskilningur. Ef slíkar breytingar átti að gera í sjávarútvegi, var það fyrir mörgum, mörgum árum. Sú samþjöppun aflaheimilda sem orðið hefur og hefur gerst á markaðslegum forsendum, er grundvöllur þessa góða sem við höfum í þessari grein. Núverandi forkaupsréttur sveitarfélaga hefur frá fyrstu byrjun verið óheppilegt og illa ígrundað ákvæði. Hvers vegna: • Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur verið þannig að þau hafa ekki haft neina fjárhagslega burði til að taka þátt í þessum leik, • Ef sveitarfélag nýtir sér þetta ákvæði, tekur það á sig mikla fjárhaglega áhættu, það gæti staðið frammi fyrir að fara sjálft í rekstur, og það er í endalausum vanda hvernig skal útdeila þeim heimildum, sem það hefur „ tryggt „ Þetta ákvæði var frá upphafi meingallað. Sem dæmi, ef aðilar máls áttu viðskipti með hlutabréf í félagi sem átti skip og kvóta, var enginn forkaupsréttur, þó augljóslega færu sú leið í blóra við anda ákvæðisins. Frjáls markaður hefur verið í kaupum og sölu skipa og aflaheimilda. Að grípa inn í það ferli, eins og fyrrgreindu ákvæði var ætlað að gera, er í beinni andstöðu við lögmál markaða og viðskiptalífs. Vel meinandi stjórnmálamenn sem tala fyrir slíku inngripi verða að svar þeirri spurningu hvar er upphaf og endir þeirrar forræðishyggju sem þeir tala fyrir. Ef þeir aðeins vissu hvað þessi umræða skemmir fyrir sjárvarútveginum og vinnur í reynd gegn þeirra annars „ góða vilja „


Ríkisfjármálaáætlun, stórt framfaraskref í hagstjórn þjóðarinna

Ein merkasta nýjung hagstjórnar og ríkisfjármála er ríkisfjármálaáætlun þjóðarbúsins, sem unnin er í fjármálaráðuneytinu. Þetta framfaraskref var tekið í fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Þessi áætlun hefur það ótvíræða gildi, að í stað eins árs fjárlaga, er dregin upp mynd af ríkisfjármálunum til allt að 5 ára. Stefnumörkun og áætlun um rekstur, framkvæmdir og tekjustreymi er rammað inn í þessa áætlun. Í henni má í reynd lesa hvað er hægt og hvað er ekki hægt, m.v. gefnar forsendur. Hinn almenni markaður fær hér veigamikla leiðsögn um hvers má vænta, af vettvangi ríkis og fjármála. Mynd sem sárlega hefur vantað og hefur án alls vafa verið einn þáttur í glundroða hagstjórnarinnar. Þessi áætlun tekur m.a. niður á jörðina, hátimbraðar væntingar og kröfur úr öllum áttum samfélagsins, kröfur sem ýtt hafa undir þenslu, og hafa skapað verðbólguþrýsting. Það markaðssamfélag sem við höfum byggt upp, byggir mjög á upplýsingum. Gerendur í þessu samfélagi eru stöðugt að leita upplýsinga, til að meta stöðu sína. Upplýsingar sem þeir nota svo í sínum áformum og rekstri. Það er eitt af hlutverkum stjórnvalda að miðla slíkum upplýsingum um hvað þau hyggjast fyrir, sem má orða þannig „ tala við og leiðbeina markaðnum „ Ríkisfjármálaáætlunin er stórt skref í þessa átt og löngu tímabært. Löggjafar- og fjárveitingavaldið, þarf svo að virða og styðja við þessa áætlun og vinna útfrá henni. Sama er að segja um peningastefnuna, sem í þessari áætlun hefur fengið öflugan samherja og bandamann. Að það sé tekist á um þessa áætlun er eðlilegt. Mikilvægast er hinsvegar að sem flestir sjái gildi þessa verklags fyrir samfélagið og slái skjaldborg um gildi þess og framkvæmd.


Að rannsaka rannsóknina

Landsbankinn var seldur 2003 og ríkið fékk ásættanlegt verð, greitt í peningum. Sá sami banki er nú hættur rekstri og allir sem áttu þar hlutafé töpuðu sínu hlutafé.

Allt var þetta heldur sorgleg saga og hefur verið oftsinnis rifjuð upp. Leikendur á þessu sviði hafa í dag snúið sér að öðru, leikritinu er lokið, og allir geta farið heim.

Lærdómur sögunnar er tryggilega skjalfestur og hvort og hvað menn lærðu af þessari sögu, verður hver að eiga við sig. Sumir vilja jú ekkert læra!! Eitt má þó nefna, eftirlit með bönkunum á þessum tíma var í rúst. Það var í rúst af því að það átti að vera það. Markaðurinn var á þessum tíma hjáguð leiksins, og átti að hafa vit fyrir öllum.

Umræða dagsins í dag um þetta mál, er dæmigerð íslensk þrætubókarlist, með mjög pólitísku ívafi. Fyrir suma vantar blóraböggul, eitthvað djúsi, eitthvað til að smjatta á. Svið þessara atburða 2003-4 verður illa vakið með réttu, svo og umhverfið og ótal áhrifaþættir. Til þess þarf frelsi leiklistarinnar og leikhússins.

Bílstjórinn veit að ef hann horfir of mikið baksýnisspegilinn, gleymir hann að horfa fram fyrir sig, hann getur keyrt á eitthvað og drepið sig. Í bankarekstri okkar fyrir hrun „ gleymdi mögulega einhver að horfa fram fyrir sig „ Eða var það svo, sem gamli bankastjórinn minn sagði, það voru menn sem keyptu bankana sem ekki kunnu að reka banka.

Stóra spurning dagsins, kunnum við í dag að reka banka ? Ef við ætlum í því efni að leita liðsinnis vogunarsjóða, legg ég til að við rifjum upp söguna um Rauðhettu og úlfinn, sögu sem við höfum lesið og kennt börnunum okkar. Minni sérstaklega á þann hluta, þegar steinar voru settir í magann á úlfinum, og þegar hann ætlaði að fá sér að drekka, steypist hann í ána.


Um bloggið

Jón Atli Kristjánsson

Höfundur

Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson
Höfundur er menntaður hagfræðingur, starfandi rekstarráðgjafi, uppalinn á Akureyri með sterkar rætur í Kópavogi.  Íþróttamaður og mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Kvæntur og  faðir 2ja uppkominna barna.
Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Capture Orka
  • Capture Orka
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • Lítil og stór fyrirtæki
  • mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband